Hann Þráinn minn varð 60 ára í janúar sl. og það er ekkert eins leiðinlegt eins og að halda uppá afmæli í janúar svo fljótlega eftir afmælið hans fáum við mæðgur þá hugmynd að hafa óvænt afmæli í maí og fljótlega fundum við út að 24. maí væri frábær dagur til þess. Þetta var sem sagt ákveðið þann 17. febrúar og ég veit þið trúið því ekki að mér hafi tekist að halda þessu leyndu í 3 mánuði. Já ég sagði 3 mánuði og trúið mér þegar ég segi ykkur að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu þe. að halda öllu þessu leyndu fyrir Þráni, sem ég nota bene segi allt, og þá meina ég segi allt.
Þetta gekk samt furðu vel til að byrja með, það fyrsta sem var ákveðið var að þetta partý ætti að byrja með vatnsbyssustríði, því strákurinn er BARA 60 ára og kann sko ennþá að leika sér (og reyndar allir okkar vinir) svo ég fór í það að panta vatnsbyssur (ekki frá Temu) af öllum stærðum og gerðum, eina risastóra handa afmælisbarninu og svo aðrar af alls konar stærðum og gerðum. Svo ákváðum við að fyrst það væri byssuleikur, þá yrði þemað að vera kúrekar og ég pantaði 8 kúrekahatta svona ef það væru fleiri en við sem ekki ættu hatta og svo pantaði ég tóbakskúta, bláa og rauða svo hægt væri að merkja liðin og svo var pantað eitthvað skraut og alls konar og alltaf ég að ekki segja að það sé að koma pakki, eða frá neinu. En jú jú til að byrja með var þetta ekki svo mikið en Guð hjálpi mér í restina þá var ég með turett og alls konar andlitssjúkdóma og sagði bara eitthvað bull, hljóp burt með símann og ég veit ekki hvað og hvað. Það var nefnilega eitthvað af fólki sem skildi ekki alveg að þetta væri óvænt partý og ég byggi með manni sem vinnur stundum á morgnanna og stundum á kvöldin svo ég get ekki talað í símann um þetta þegar hann er heima.
En við Þráinn eigum klárlega bestu og skemmtilegustu vini í heimi og allir voru tilbúnir að hjálpa til svo ég gæti falið vínið hjá Jan nágrann, Lars nágranni reddaði tjaldi ofl., Aslak nágranni kom með bala fyrir vatn og fleira vegna byssustríðsins, 4 vinkonur komu mað salat því ég gat ekki búið það til heima án þess að Þráinn fattaði og svona get ég lengi talið.
Við vorum stödd í ColorLine hérna á milli Dk og Norge og þar er svona delicate kjötbúð og mér fannst upplagt að kaupa fullt af hamborgurum þar, það skildi Þráinn ekki, við sem erum vön að búa okkar borgara til sjálf, en ég sagði að þetta væri svo sniðugt að eiga yfir sumarið, þeir eru nefnilega lausfrystir svo það er auðvelt að taka einn og einn. (já einmitt)
Svo var Anna Svala vinkona búin að bjóða stelpum/konum úr Stavanger í partýið og við lugum að Þráni að það ætti að vera kellingaferð frá Stavanger til Nesan þessa tilteknu helgi og hann trúði því alveg því þetta var svo líkt okkur, en svo kemur það uppá að Anna er úti í USA hjá bróður sínum og kemst ekki sjálf í partýið að ég heyri í Anders sambýlismanni hennar og spyr hvað planið sé og hann bara, nei ég tek kjellurnar með mér og þá var það planið. Anders skyldi koma á föstudeginum með þær og fá Þráinn einhvern veginn út úr húsi á laugardeginum milli 12 og 14 en þá beið fólk hér á öllum hornum að komast til mín og hjálpa að skreyta allan garðinn og gera allt klárt. Þvílíkt frábært fólk sem er í kringum okkur, við vorum með allt klárt á einum klukkkutíma og sátum bara og biðum eftir síðustu gestunum og Þráni og Anders, en þeir komu á mínútunni kl. 14. Þá vorum við búin að hella freyðivíni í glös og ég og Oddný vinkona með auka glas og auka kúrekahatt fyrir þá strákana.
Hér er vídeó af því þegar Þráinn kemur og við stöndum öll út á götu og syngjum fyrir hann. (Ef þetta videó virkar ekki núna, þá redda ég nýrri útgáfu um helgina)
Eins og þið sjáið þá er Þráinn svo lengi að komast út úr bílnum og hann sagði eftirá að hann skyldi ekkert. Af hverju allir væru þarna og hvað væri í gangi. Við sungum Happy birtday á ensku bara svo ekki þyfti að syngja bæði á ísl og nok, hann kveikti ekki heldur þá, við hrópuðum húrra húrra húrra og hann var ekki enn búinn að kveikja en þá kalla ég "heill þér sextugum Þráinn!" og þá rann upp fyrir honum að þetta væri afmælispartý fyrir hann.
En í aðdraganda afmælisins þá setti ég myndir af Þráni inn í eventinn á nokkurra daga fresti fyrst og svo daglega í restina, fyrirsögnin var alltaf sú sama: "Getur þessi maður aldrei verið eðlilegur". Hér koma allar þær myndir, njótið.
Eins og þið sjáið er alltaf stutt í fíflaskapinn hjá honum og ég elska það, ég elskaði að finna þessar myndir og sjá hvað maðurinn minn er mikill húmoristi. Og leikari. Já hann hefði kannski átt að prófa einu sinni enn við leiklistarskólann en nei hans ákvörðun og hún stendur. Ég fæ þá bara að hlægja meira.
Vinir og ættingjar á Íslandi voru svo beðnir að senda honum vídeókveðjur og systkini mín og hans og Kolla frænka og Gunni og Styrmir vinur Þráins sendu svo dásamlegar kveðjur að ég klökknaði þegar ég sá þær fyrst og svona leit hann út þegar hann horfði á þær í afmælispartíinu.
En þetta var nú seint í partýinu og ég ætla núna að fara að sýna ykkur allar ljósmyndirnar sem ég er búin að fá sendar frá gestum og svo koma vídeóin og þá sjáiði af hverju við köllum þetta partý aldarinnar og já nota bene gestir voru flestir á aldrinum 45 til 79 að Ástrós Mirru undanskildri sem er bara 24 ára.
Jæja elsku fólk þið sjáið kannski af þessum myndum að það hafi verið gaman en Guð minn góður ég held þið fattið ekki hversu mikið og ég sem þóttist standa mig vel í skipulagninu og feluleik segi bara þið sem eruð að gera eitthvað sem þið felið fyrir makanum ykkar "Úff að þið skulið gera sjálfum ykkur þennan grikk". Ég elskaði það á laugardaginn að mega segja honum allt sem var búið að ganga á og ekki síst segja honum ennþá meira í gær og smá í dag og svo þegar Oddný hringdi í dag, og Þráinn var heima, þá gat ég sagt Oddný er að hringja og þurfti ekki að ljúga hvers vegna.
Ekki ljúga að makanum ykkar nema þið séuð að gera suprice partý það verður mitt mottó hér eftir.
En jú jú ég er sko með svo fullt af videóum af bæði kúrekastríði og blaki og set þau vídeó hér inn öllum til gamans ég reyndi að hafa þau í tímaröð en ég er ekki fullkomin svo.......
Alla vega, njótið!
Hér er Þráinn að koma heim og fatta að það er eitthvað í gangi.
Hér er linkur á vídeó þegar Þráinn kemur heim.
Hérna er linkur á vídeó frá Fordrykknum.
Hér er linkur á Vatnsbyssustríðið.
Ps. haldiði að ég hafi ekki gleymt að segja ykkur að ég breytti textanum við lagið Lífið er yndislegt og söng fyrir hann, ekki besti söngurinn en þetta var ekki söngkeppni heldur til að gleðja elskuna mína.
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan