ÞORSKUR Í SATAY- OG KARRÍSÓSU
Jæja ég lét verða af því í gær að elda þennan rétt sem ég rakst á, um daginn. Það eru hrísgrjón í honum sem er auðvitað ekki það besta fyrir okkur, sérstaklega af því að ég átti bara hvít hrísgrjón, en þó við séum að temja okkur að borða hollt, þá viljum við ekki matarsóun og því verða þessi hrísgrjón kláruð einn daginn, bara hægar en ella. Þetta er einföld og mjög góð uppskrift sem verður elduð aftur fljótlega á þessu heimili. Og af því að við sóum ekki mat, og það var í afgang sósa og smá grænmeti, þá bætti ég bara við meira grænmeti útá pönnuna til að hafa í hádegismat daginn eftir. Njótið