Surprise 60 ára afmæli Þrains
Hann Þráinn minn varð 60 ára í janúar sl. og það er ekkert eins leiðinlegt eins og að halda uppá afmæli í janúar svo fljótlega eftir afmælið hans fáum við mæðgur þá hugmynd að hafa óvænt afmæli í maí og fljótlega fundum við út að 24. maí væri frábær dagur til þess. Þetta var sem sagt ákveðið þann 17. febrúar og ég veit þið trúið því ekki að mér hafi tekist að halda þessu leyndu í 3 mánuði. Já ég sagði 3 mánuði og trúið mér þegar ég segi ykkur að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu þe. að halda öllu þessu leyndu fyrir Þráni, sem ég nota bene segi allt, og þá meina ég segi allt. Þetta gekk samt furðu vel til að byrja með, það fyrsta sem var ákveðið var að þetta partý ætti að byrja með vatnsbyssustríði, því strákurinn er BARA 60 ára og kann sko ennþá að leika sér (og reyndar allir okkar vinir) svo ég fór í það að panta vatnsbyssur (ekki frá Temu) af öllum stærðum og gerðum, eina risastóra handa afmælisbarninu og svo aðrar af alls konar stærðum og gerðum. Svo ákváðum við að fyr