FISKUR Í FORMI
Það er eitt sem getur verið dáldið erfitt fyrir mig þegar ég er að taka mig á í mataræðinu og það er að ætla að fara eftir ákveðnum uppskriftum, ég get það í smá tíma en svo kemur bara að því að ég verð að fá frelsi til að vera kreativ í eldhúsinu en ég er samt búin að læra dáldið og get núna verið kreatív á hollan máta. Ef þið hafið ekki lesið eða séð hjá mér, þá er ég að reyna að taka út hveiti og sykur úr matnum mínum en sykurinn hef ég nánast ekki borðað í 3 ár (nema með undantekninum, ekki dagsdaglega alla vega) en ég var bara að uppgötva þetta með hveitið í desember og að ég er líklega með áunnið glútenóþol þar sem ég hef verið fíkill í flögur, hvítt brauð og alls konar óhollustu. Hvorki borðað flögur né brauð í meira en mánuð og liðverkirnir eru næstum horfnir og óþægindi í vélinda orðin miklu minni, svo ég verð stanslaust að vera að minna mig á það þegar ég sé einhvern í TV borða pizzu eða pylsu í brauði eða hreinlega hvítt ristað brauð með smjöri og osti sem er það besta í hei